Búbblur & Bjór

Búbblur & Bjór

Birkir, Daði og Davíð hittast til þess að ræða um allt á milli himins og jarðar, sumt sem skiptir máli, annað sem skiptir engu máli, en oftast eitthvað sem skiptir ekki máli, en skiptir samt máli! Svo stundum gætu komið spennandi og áhugaverðir gestir í spjall. Podcastið sem er um allt og ekkert, skál!

Episodes

August 24, 2025 79 mins

Birkir, Daði og Davíð fara yfir topp 10 listann sinn yfir ömurlegustu kvikmyndir sem þeir hafa séð. Allar myndirnar eru ömurlegar og sumar miklu verri en aðrar, en strákarnir eru ekki sammála um þær allar samt. Áhugaverð yfirferð fyrir kvikmyndanörda.

Mark as Played

Birkir og Davíð bjalla í Daða til að athuga af hverju hann beilaði á því að mæta í þáttinn. Daði kemur svo hressilega á óvart og mætir í þáttinn með látum. Strákarnir tala um það sem er búið að gerast í samfélaginu undanfarið og tala um Gay Pride og woke menninguna líka.

Mark as Played
August 10, 2025 54 mins

Star Wars heimurinn er það stór að hann passar ekkert í einn þátt! Það er komið að því að ræða og rífast yfir Star Wars Prequels og Sequels, Birkir, Davíð og Þröstur eru alls ekki sammála með þessar myndir og það færist heldur betur hiti í leikinn þegar Birkir fer á rantið!

Mark as Played
August 3, 2025 49 mins

Birkir, Davíð og Þröstur fara yfir Star Wars trílógíurnar og byrja á elstu myndunum. Hver var á kókaíni alla myndina og hver var í ástarsambandi? Þeir fara líka yfir hvort þær eldist vel og hver af þeim er best!

Mark as Played
July 27, 2025 42 mins

Verslunarmannahelgin er framundan og Birkir, Davíð og Þröstur tala um bestu útilegurnar, til dæmis Eyjar 2001 og ævintýri í Galtalæk, þetta og margt fleira í þessum þætti!

Mark as Played
July 20, 2025 67 mins

Birkir, Davíð og Þröstur fara yfir fullt af hlutum sem hafa verið í tísku eða “trends” sem kemur eins og alda yfir allt og fer jafn fljótt í burtu, eins og að planka til hvers var það? Línuskautar, Pokemon, jójó, Segway! Og núna eru allir að missa sig yfir labubu böngsunum! Þetta og margt margt fleira verður kyrfilega krafið í þessum þætti!

Mark as Played
July 13, 2025 37 mins

Birkir skellir spurningunni "Hvað er það skemmtilegasta sem þið hafið gert?" í loftið og strákarnir reyna að svara henni eins vel og þeir geta og fara yfir minningarbankann sem er misgóður.

Mark as Played
July 6, 2025 62 mins

Það er fullur árabátur í dag og ekkert víst að hann sökkvi djúpt! Birkir, Daði, Davíð og Þröstur ræða um stríð sem hafa orðið eins og fyrsta og önnur heimsstyrjöldin, og hvort að þriðja heimsstyrjöldin sé handan við hornið. Einnig tala þeir 30 ára stríðið, krossferðina og eina stríð Íslendinga, þorskastríðið sem Birkir vill meina að hafi bara verið klessó leikur á skipum!

Mark as Played
June 29, 2025 56 mins

Birkir, Davíð og Þröstur skemmta sér konunglega að rifja upp leikföng sem þeir léku sér með þegar þeir voru litlir og fleiri vinsæl leikföng í gegnum tíðina, Birkir kemur svo með svakalega sögu í lokin þegar einhverjir ónefndir en verða kannski nefndir aðilar rændu Rússa…

Mark as Played
June 22, 2025 47 mins

Birkir, Davíð og Þröstur ræða um bestu og verstu tölvuleiki sem þeir hafa spilað í gegnum tíðina, það spannar allt í allt sirka 131 ár samanlagt, djöfull eru þeir gamlir! Þeir tala til dæmis um fornaldarleikinn Duck Hunt sem kom út á síðustu öld þegar þeir voru ungir, Super Mario Bros, Call of Duty, Rocket League og dónalega Larry leikinn...

Mark as Played
June 15, 2025 68 mins

Birkir og Davíð fá Þröst í heimsókn og þeir ræða um bestu og verstu hryllingsmyndirnar í gegnum tíðina. Er Jaws hryllingsmynd eða ekki? Er Scream besta 90´s hryllingsmyndin? Er Freddy Krueger besti vondi kallinn? Vonandi hafiði jafn gaman af þessum þætti og við, góða skemmtun!

Mark as Played
June 8, 2025 25 mins

Það er fullur bátur í dag, 4 pungar á svæðinu samankomnir til þess að rífast aðeins um íslenska tónlist, smá safi kominn í alla og menn missammála. Hvaða lag er lélegast, hvaða hljómsveitir eru ömurlegar, hverjir hata Stuðmenn og Björk og hverjir ekki? Það er smá hiti í mönnum í þessum þætti!

Mark as Played
June 1, 2025 59 mins

Birkir og Davíð fengu Þröst í heimsókn og ræddu um heilsu og hvað dadbod er. Svo tala þeir um Ripley´s Believe It Or Not sem er tengt allsskonar þvælu!

Mark as Played
May 25, 2025 55 mins

Birkir og Davíð fengu Þröst í heimsókn og í þættinum fara strákarnir yfir Harry Potter myndirnar og öllu því tengdu. ADHD Birkir kemur sterkur inn í þennan þátt. Góða skemmtun!

Mark as Played
May 18, 2025 53 mins

Þið fáið allar skytturnar fjórar í þættinum í dag, hálfgert ölæði í gangi þar sem við sláum í dagdrykkju og ræðum ýmsar pælingar eins og Zombie Apocalypse, íslensku sveitaböllin, tímaflakk, bláu og rauðu pilluna og margt fleira! Við förum að sjálfsögðu líka yfir lista á mest seldu bjórunum!

Mark as Played
May 11, 2025 40 mins

Birkir og Davíð tala um skemmtileg óhöpp sem breyttu heiminum, eins og þegar kampavín var óvart fundið upp og auðvitað hið sískemmtilega Viagra. Endilega hlustið og njótið

Mark as Played
May 4, 2025 43 mins

Birkir og Davíð fá sér slatta í glas og velta steinum á ýmsum pælingum, Birkir endar svo þáttinn á því að lesa “barna”bókina sína.

Þetta er geggjaður þáttur, góða skemmtun!

Mark as Played
April 27, 2025 44 mins

Gleðilegt sumar!!!!

Birkir og Davíð byrja á smá spjalli hvað gerðist um páskana. Katie Perry fór út í geim, þeir hafa skoðun á því. Svo eru það sturlaðar staðreyndir og sumar eru sko gjörsamlega sturlaðar!

Mark as Played
April 20, 2025 56 mins

Gleðilega páska, samt ekki páskaþáttur!

Birkir og Davíð byrja þáttinn á ritskoðun varðandi það hvað má segja og hvað má ekki segja. Svo fara þeir út í hvaða þættir eru bestir sem eru í gangi akkurat núna og það sem þeir eru að horfa á og þeir skoða einnig kvikmyndir sem þeim hlakkar til að sjá.

Mark as Played
April 13, 2025 44 mins

Birkir og Davíð byrja á lélegu apríl gabbi. Birkir talar svo um umdeilt 1 apríl gabb þegar hann var í skóla…. já hann fór í skóla.

Svo ræða strákarnir um apríl göbb um víðan heiminn. Þeir hringja svo í Daða til að fíflast í honum.

Góða skemmtun, verið góð við hvert annað

Mark as Played

Popular Podcasts

    If you've ever wanted to know about champagne, satanism, the Stonewall Uprising, chaos theory, LSD, El Nino, true crime and Rosa Parks, then look no further. Josh and Chuck have you covered.

    Law & Order: Criminal Justice System - Season 1 & Season 2

    Season Two Out Now! Law & Order: Criminal Justice System tells the real stories behind the landmark cases that have shaped how the most dangerous and influential criminals in America are prosecuted. In its second season, the series tackles the threat of terrorism in the United States. From the rise of extremist political groups in the 60s to domestic lone wolves in the modern day, we explore how organizations like the FBI and Joint Terrorism Take Force have evolved to fight back against a multitude of terrorist threats.

    Dateline NBC

    Current and classic episodes, featuring compelling true-crime mysteries, powerful documentaries and in-depth investigations. Follow now to get the latest episodes of Dateline NBC completely free, or subscribe to Dateline Premium for ad-free listening and exclusive bonus content: DatelinePremium.com

    New Heights with Jason & Travis Kelce

    Football’s funniest family duo — Jason Kelce of the Philadelphia Eagles and Travis Kelce of the Kansas City Chiefs — team up to provide next-level access to life in the league as it unfolds. The two brothers and Super Bowl champions drop weekly insights about the weekly slate of games and share their INSIDE perspectives on trending NFL news and sports headlines. They also endlessly rag on each other as brothers do, chat the latest in pop culture and welcome some very popular and well-known friends to chat with them. Check out new episodes every Wednesday. Follow New Heights on the Wondery App, YouTube or wherever you get your podcasts. You can listen to new episodes early and ad-free, and get exclusive content on Wondery+. Join Wondery+ in the Wondery App, Apple Podcasts or Spotify. And join our new membership for a unique fan experience by going to the New Heights YouTube channel now!

    24/7 News: The Latest

    The latest news in 4 minutes updated every hour, every day.

Advertise With Us
Music, radio and podcasts, all free. Listen online or download the iHeart App.

Connect

© 2025 iHeartMedia, Inc.