Krummafótur

Krummafótur

Hlaðvarp þar sem Eyvindur Karlsson og Kristján Atli tækla litlu málin. Fyrir forvitið, fróðleiksþyrst og fjörugt fólk sem vill smá heimsku með heimspekinni sinni.

Episodes

December 7, 2025 94 mins
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um mikilvægi jóla- og áramótahefða í sínu lífi. Þá velta þeir fyrir sér lit ársins og litum í fatavali, notkun fánastanga á Íslandi, bestu tökulögin, pólitík á stórviðburðum og fleira áður en þeir gera upp og velja besta hljómsveitarnafn Krummafótar.  
Mark as Played
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli eru komnir í jólaskap og ræða hvenær rétt sé að skreyta og byrja að fagna jólunum. Eyvindur spyr Kristján hvort Die Hard sé jólamynd áður en þeir rífast um meint siðleysi Leðurblökumannsins Bruce Wayne. Kristján veltir fyrir sér vaxandi vinsældum áhorfs á sjónvarpsáhorf. Þá segir Eyvindur frá heimildamynd um umdeilda hundaræktun á Spáni og í kjölfarið ræða þeir almennt um dýraníð. Rétt er að vara ...
Mark as Played
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli velta fyrir sér hvort miðjaðar kvikmyndakitlur séu komnar til að vera og hver myndi sigra í kapphlaupi með pylsuáti, Usain Bolt eða Joey Chestnut. Kristján veltir fyrir sér hvort gervigreind muni ógna rithöfundastéttinni á meðan Eyvindur undrast að Nicki Minaj hafi ávarpað þing Sameinuðu Þjóðanna. Eyvindur segir frá stórtíðindum í heimi tölvuleikja á meðan Kristján kvabbar yfir nýjustu bók Andra S...
Mark as Played
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um nýútkomna stórmynd Guillermo del Toro um Frankenstein. Þá spyrja þeir sig hvenær sé rétt að kalla fólk fávita. Kristján segir frá rokkmessunni Skonrokk sem fór fram um helgina áður en Eyvindur veltir fyrir sér mikilvægi þess að láta verða af draumum sínum. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.  
Mark as Played
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um kjarnorkusprengjur, sölu björgunarsveita á neyðarköllum og hinn smánaða hlaðvarpara Dr Mike. Kristján segir Eyvindi frá aðdáun sinni á Dua Lipa og spyr hvers vegna það eru engir celebrity bókaklúbbar á Íslandi. Loks hita þeir upp fyrir hlustun á tónverkum Beck og velja uppáhalds 80s poppperlurnar sínar. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.  
Mark as Played
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um fyrstu snjóviku komandi vetrar áður en þeir velta fyrir sér hvort streymisveiturnar hafi gengið of langt í ljósi nýlegra vinsælda ólöglegs niðurhals. Þá ræða þeir um þær hljómsveitir sem þeir hafa ofnæmi fyrir áður en þeir fara yfir feril Dr Hook og velja sín 5 uppáhalds lög hvor. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.  
Mark as Played
October 26, 2025 98 mins
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða hrollvekjuna frá öllum mögulegum hliðum. Kristján spyr hvaða hefðir þeir hafa í kringum hrollvekjuna á meðan Eyvindur veltir fyrir sér hvers vegna við höfum svona mikinn áhuga á raðmorðingjum. Þá spyrja þeir sig hvað hræðir okkur og hvernig hrollvekjur birtast í tónlist og öðrum listgreinum. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.  
Mark as Played
Kristján Atli segir Eyvindi Karlssyni frá nýlegri Spánarferð sinni áður en þeir ræða hversu pólitísk friðarverðlaun Nóbels séu og hvort Tilly Norwood og aðrar AI "leikkonur" boði hrun leikarastéttarinnar. Þá spyr Eyvindur hvort hagvöxtur sé ofmetinn í nútímasamfélagi. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað að venju.  
Mark as Played
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli velta fyrir sér rútínu í kringum svefn og hvernig þeir vakna á morgnana, áður en Kristján spyr hvort stjórnmál séu of fyrirferðarmikil í daglegu lífi Íslendinga. Þá ræða þeir nýlega heimildarþætti um Charlie Sheen á Netflix áður en Eyvindur segir Kristjáni frá hljómsveitinni Dr Hook. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.  
Mark as Played
September 28, 2025 113 mins
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli taka fyrir tvær nýlegar kvikmyndaaðlaganir á sögum Stephen King, The Long Walk í leikstjórn Francis Lawrence og The Life of Chuck í leikstjórn Mike Flanagan. Þá róa þeir á dýptina með kvikmyndir og sjónvarpsþætti Flanagan. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.  
Mark as Played
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um ótrúlegar nýlegar vendingar í bandarískum stjórnmálum og ritskoðun stjórnvalda, sem og hvernig þessar vendingar hafa skilað sér til Íslands síðustu daga. Kristján spyr sig hvernig Andri Snær gat enn og aftur verið misskilinn í vikunni sem leið áður en þeir skemmta sér yfir íslenskum þýðingum á erlendum kvikmyndatitlum. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.  
Mark as Played
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli velta fyrir sér dæmum um látlausa siðblindu áður en Eyvindur spyr sig hvort hægt sé að hafa of mikla samkennd. Þá ræða þeir bandaríska rithöfundinn Brandon Sanderson áður en þeir velja uppáhalds Nick Cave-lögin sín. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.  
Mark as Played

Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um veikindi Kristjáns. Kristján segir frá tónleikum The Smashing Pumpkins í Laugardalshöll í ágúst og Eyvindur segir frá hjólatúr um Reykjanesið sem fór næstum því illa. Þá ræða þeir um skoðanaskipti og hvort skoðanir og rangfærslur séu það sama, áður en þeir hita upp fyrir nýhafið NFL-tímabil. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.

Mark as Played
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um menningarnótt og velta fyrir sér hvort tilhlökkun sé forsenda hamingju. Eyvindur segir Kristjáni frá ýmsum áhugaverðum staðreyndum sem hann hefur lært nýlega áður en þeir kveðja gítargoðið Brent Hinds og velta fyrir sér einhliða vináttu við frægt fólk. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.  
Mark as Played
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða Misery eftir Stephen King og bera bókina saman við kvikmyndina. Þá ræða þeir um fantasíubókmenntir og velta fyrir sér hvers vegna bækurnar eru jafnan svona langar, áður en Kristján spyr Eyvind hvort hann þjáist af ofurhetjuþreytu. Eyvindur ræðir um The Biggest Loser og rifjar upp hvernig var að horfa á þá þætti upp úr aldamótum. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.  
Mark as Played
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um veðrið og Verslunarmannahelgina, svefnpoka og útihátíðir, áður en Eyvindur býsnast yfir ströngum lögum um dýrahald á Íslandi. Kristján veltir fyrir sér fasískum umræðuhöftum í garð Ísrael og loks ræða þeir um jarðarfarir og bestu jarðarfaralögin fyrir sig. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.
Mark as Played
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um ferð þess fyrrnefnda til Lundúna og hvernig hún tengdist hundahaldi þeirra beggja. Þá veltir Kristján fyrir sér hvort erfið list sé að einhverju leyti betri en önnur list, á meðan Eyvindur segir frá nýjum uppgötvunum í lyfjum til vöðvauppbygginga. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.
Mark as Played

Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um hundahald og samskipti mannfólks við ýmis dýr áður en þeir velta sögu Charles Manson fyrir sér og Kristján spyr hvenær orð bera ábyrgð. Eyvindur segir frá hörmulegu spunaspili og frábærum dómi um það. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað. 

Hér er hægt að lesa hreint út sagt frábæran dóm um lestarslysið sem er F.A.T.A.L. spunaspilið.

 

 

Mark as Played
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða meðal annars um afmælisskrúðgöngu Trump, normalíseringu fasisma á Íslandi, lögleiðingu hnefaleika og svikaraheilkenni í stútfullum þætti. Loks velja þeir uppáhalds furðuheimana sína. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað. Við minnum á vefsíðu þáttarins á slóðinni https://krummafotur.fm
Mark as Played

Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um nýlegan lestur og áhorf. Eyvindur mærir The Lies of Locke Lamora e. Scott Lynch, Kristján hleður sjónvarpsþættina Andor lofi og lýsir Star Wars-heiminn sprelllifandi. Þá ræða þeir um jaðarsport og lyf gegn fíknisjúkdómum áður en þeir velta nýlegum skilnaði Bandaríkjaforseta og ríkasta manns heimsins fyrir sér, sem og áframhaldandi uppgangi fasismans vestan hafs. Hljómsveitarnafn dagsins er...

Mark as Played

Popular Podcasts

    If you've ever wanted to know about champagne, satanism, the Stonewall Uprising, chaos theory, LSD, El Nino, true crime and Rosa Parks, then look no further. Josh and Chuck have you covered.

    Dateline NBC

    Current and classic episodes, featuring compelling true-crime mysteries, powerful documentaries and in-depth investigations. Follow now to get the latest episodes of Dateline NBC completely free, or subscribe to Dateline Premium for ad-free listening and exclusive bonus content: DatelinePremium.com

    On Purpose with Jay Shetty

    I’m Jay Shetty host of On Purpose the worlds #1 Mental Health podcast and I’m so grateful you found us. I started this podcast 5 years ago to invite you into conversations and workshops that are designed to help make you happier, healthier and more healed. I believe that when you (yes you) feel seen, heard and understood you’re able to deal with relationship struggles, work challenges and life’s ups and downs with more ease and grace. I interview experts, celebrities, thought leaders and athletes so that we can grow our mindset, build better habits and uncover a side of them we’ve never seen before. New episodes every Monday and Friday. Your support means the world to me and I don’t take it for granted — click the follow button and leave a review to help us spread the love with On Purpose. I can’t wait for you to listen to your first or 500th episode!

    The Breakfast Club

    The World's Most Dangerous Morning Show, The Breakfast Club, With DJ Envy, Jess Hilarious, And Charlamagne Tha God!

    SmartLess

    "SmartLess" with Jason Bateman, Sean Hayes, & Will Arnett is a podcast that connects and unites people from all walks of life to learn about shared experiences through thoughtful dialogue and organic hilarity. A nice surprise: in each episode of SmartLess, one of the hosts reveals his mystery guest to the other two. What ensues is a genuinely improvised and authentic conversation filled with laughter and newfound knowledge to feed the SmartLess mind. Subscribe to SiriusXM Podcasts+ to listen to new episodes of SmartLess ad-free and a whole week early. Start a free trial now on Apple Podcasts or by visiting siriusxm.com/podcastsplus.

Advertise With Us
Music, radio and podcasts, all free. Listen online or download the iHeart App.

Connect

© 2026 iHeartMedia, Inc.